Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lést í gær, 72 ára að aldri, eftir snarpa baráttu við krabbamein. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ syrgir góðan félaga sem átti magnaðan þjálfaraferil en var fyrst og fremst góð manneskja.