Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, tilkynnti í dag aðgerðaáætlun í málefnum fjölmiðla. Meðal þeirra tuttugu aðgerða sem hann hyggst leggjast í eru að um 12 prósent hluti auglýsingatekna RÚV verði látinn renna til annarra fjölmiðla. Þá verði allt auglýsingafé umfram tiltekið hámark látið renna óskipt í sama stuðningsumhverfi. Er þetta til viðbótar við það fjármagn sem þegar rennur til...