Þrír voru drepnir í árás á tveimur lestarstöðvum miðsvæðis í Taipei, höfuðborg Taívan, í dag. Einn þeirra er sagður hafa látið lífið við að reyna að stöðva árásina. Fimm til viðbótar eru særðir. Árásarmaðurinn er einnig látinn að sögn yfirvalda. Maðurinn réðist á fólk með hníf og kastaði reyksprengju og bensínsprengjum á aðalhraðlestarstöðinni í Taipei. Hann fór svo um borð í lest og kastaði annarri sprengju þegar sú lest var stöðvuð á næstu lestarstöð. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir. Borgarstjóri Taipei segir árásarmanninn hafa svipt sig lífi til að forðast handtöku. Hann hafi stokkið fram af byggingu.