Gamla fólkið okkar býr við ó­öryggi – kerfið okkar er að bregðast

Hvað eigum við eiginlega að gera við afa og ömmu þegar þau geta ekki lengur séð um sig sjálf? Auðvitað er svarið einfalt: við eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja afa og ömmu gott, öruggt og innihaldsríkt líf þau ár sem þau eiga eftir.