Ármann breytti stöðunni umtalsvert í baráttunni við botn Bónus-deildar karla í körfubolta með sannfærandi sigri sínum gegn ÍA í 11. umferð deildarinnar í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur í leik þar sem Ármann var í bílstjórasætinu frá upphafi til enda urðu 102-83 fyrir heimamenn.