Stjarnan vann grannana í annað sinn í vikunni

Stjarnan vann granna sína frá Álftanesi í Ásgarði öðru sinni í þessari viku í kvöld, 108:104. Stjarnan sló Álftanes út úr bikarnum á mánudaginn og vann núna grannaslaginn í úrvalsdeildinni karlamegin.