Getum haldið gleðileg jól

„Það er geggjað að komast í undanúrslit í bikarnum og þarna ætluðum við okkur að vera. Við ætlum að berjast um alla titla þannig að við erum á réttri leið,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir 28:21 sigur á HK í 8 liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta í Kórnum í kvöld.