Rússinn Matvey Safonov var hetja PSG í sigri á Flamengo í úrslitaleik Álfubikars FIFA í vikunni þegar hann varði fjórar vítaspyrnur í 2-1 sigri liðsins í vítakeppni. Í ljós hefur komið að hann tryggði sigurinn með brot í annarri hendinni.