Skjöl úr Epstein málinu birt

Jeffrey EpsteinAP/House Oversight Committee / Uncredited Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur birt skjöl sem lengi hefur verið beðið eftir varðandi rannsóknir á kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. Aðstoðardómsmálaráðherra sagði að ráðuneytið birti nokkur hundruð þúsund skjöl úr Epstein-skjölunum en gaf í skyn að sum skjöl væru haldin aftur til þess að passa persónuupplýsingar fórnalamba. Enn býst hann við að fleiri skjöl verði birt á næstu vikum.