Innblásturinn er mestur á Íslandi

Bandaríski prjónahönnuðurinn Stephen West var á Íslandi fyrir skömmu til að ljósmynda nýja hönnunarlínu sína, Hiberknitting. „Þetta er vetrarlína prjónauppskrifta fyrir sjöl, húfur, peysur og fallega slá,“ segir hann, en ein uppskriftin heitir The Houses of Reykjavik Shawl. „Öll hönnunin er innblásin af landslagi Íslands og litríku húsunum í borginni.“