Er Die Hard jólamynd?

Home Alone er líklega ein af þekktustu jólamyndunum. Um þessar mundir eru hvorki meira né minna en 35 ár síðan hún var frumsýnd. Við sem eigum minningar um að hafa horft á hana sem börn þurfum bara að jafna okkur á þeirri staðreynd. Eitt lífseigasta þrætuepli hátíðanna er hvort Die Hard flokkist sem jólamynd eða ekki. Kvikmyndaeftirlit Bretlands lét gera skoðanakönnun til að skera úr um það í eitt skipti fyrir öll. Tímamótanna var minnst í nóvember og þá var tekið viðtal við aðalleikara myndarinnar, Macaulay Culkin. Hann var meðal annars spurður hver væri eftirlætis jólamyndin hans og hann nefndi nokkrar, meðal annars Elf og sagði svo, krakkar í alvöru, Die Hard er ekki jólamynd . En hefur hann rangt fyrir sér? Jólin koma ekki hjá sumum fyrr en kirkjuklukkurnar slá sex á aðfangadag, fyrir aðra eru jólin að skríða undir sæng með nýja bók. Enn aðrir komast fyrst í jólaskap við að horfa á ljóshærða vopnaða Þjóðverja þeysast um háhýsi í leit að þrotaða lögreglumanninum John McClain. Eitt lífseigasta þrætuepli hátíðanna er hvort Die Hard flokkist sem jólamynd eða ekki. Kvikmyndaeftirlit Bretlands lét gera skoðanakönnun til að skera úr um það í eitt skipti fyrir öll. Er Die Hard jólamynd? Við því er kannski ekkert eitt rétt svar, eða hvað? Kvikmyndaeftirlit Bretlands kallast British Board of Film Classification. Samtökin sjá meðal annars um að ákveða aldurstakmark á kvikmyndir og þar fram eftir götunum. Og þau létu gera skoðanakönnun með spurningunni er Die Hard jólamynd. 44% aðspurðra sögðu hana ekki vera jólamynd, en 38% töldu hana jólamynd. Munurinn er ekki mikill og rétt að geta þess líka að þó að naumur meirihluti aðspurðra telji Die Hard ekki jólamynd þá voru 5% aðspurðra á því að Die hard væri uppáhalds jólamyndin þeirra. 17% voru ekki búnir að gera upp hug sinn, eða höfðu hreinlega ekki skoðun á þessu hitamáli. En hver er þá aðal jólamyndin samkvæmt þessari könnun. Í fyrsta sæti er hin áðurnefnda 35 ára Home Alone. Love Actually er í öðru sæti, A Wonderful Life í því þriðja og í fjórða sæti er Elf. „Skrambans Bruce Willis mynd“ Könnunin mældi líka hvenær fólki þætti ásættanlegt að byrja að horfa á jólamyndirnar. 43% sögðu að byrjun desember væri rétti tímapunkturinn. 13% hefja áhorfið í nóvember og 8% sögðust horfa á jólamyndir allan ársins hring. En kannski bara þegar þau eru alein heima eins og Kevin hér um árið. Tölurnar tala sínu máli, en Bruce Willis sínu. Hann var eitt sinn spurður hvort Die Hard væri jólamynd. Svarið var mjög einfalt: „Die Hard is not a Christmas movie! It’s a goddamn Bruce Willis movie“, eða „Die Hard er ekki jólamynd. Hún er skrambans Bruce Willis mynd.“ Eitt lífseigasta þrætuepli hátíðanna er hvort Die Hard flokkist sem jólamynd eða ekki. Kvikmyndaeftirlit Bretlands lét gera skoðanakönnun til að skera úr um það í eitt skipti fyrir öll.