Ís­lenska stelpan sem gerðist mormóni

Á meðan margir tengja mormónatrú helst við bandaríska raunveruleikaþætti eða Netflix-heimildarmyndir byggir Soffía Gústafsdóttir skilning sinn á eigin reynslu. Hún ólst upp innan Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, flutti síðan til Utah sem unglingur og bjó í samfélagi þar sem rúmlega 90 prósent voru mormónar.