Það verður ríkjandi suðaustlæg átt og milt næstu daga með vætu einkum suðaustantil, en þurrt að kalla fyrir norðan. Yfirleitt kaldi eða strekkingur og lengst af hvassast við suðvesturströndina. Suðvestlæg átt með rigningu eða slyddu og kólnar um tíma á Þorláksmessu, en síðan er útlit fyrir stífa sunnanátt með talsverðri rigningu á aðfangadag jóla, en úrkomuminna norðaustantil. Líklega verður áfram vætusamt sunnanlands á jóladag, en úrkomuminna fyrir norðan. Kólnar smám saman.