Aðgerðir menningarráðherra gætu skapað sátt á fjölmiðlamarkaði

Forstjóri Sýnar segir aðgerðaáætlun stjórnvalda fyrir fjölmiðla geta skapað sátt á fjölmiðlamarkaði. Útvarpsstjóri fagnar því að ekki eigi að draga úr vægi Ríkisútvarpsins. Aðgerðaáætlun Loga Einarssonar menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, mælist einnig vel fyrir hjá formanni Blaðamannafélagsins. Tólf prósent auglýsingatekna RÚV, auk alls auglýsingafjár umfram ákveðið þak, eiga að renna til annarra fjölmiðla. Fjölmiðlum sem uppfylla kröfur um að gegna almannaþjónustuhlutverki býðst enn frekari fjárstyrkur frá ríkinu. Til að vega á móti auglýsingatekjutapi RÚV verður lífeyrisskuldbindingum þess aflétt. Ítarlega umfjöllun um aðgerðaáætlunina er að finna í spilaranum hér að ofan.