Morgun­dagurinn sá stysti á árinu

Dagurinn á morgun, sunnudagur, verður sá stysti á árinu á norðurhveli jarðarinnar. Hér á Íslandi fáum við dagsbirtu í eingöngu rétt rúma fjóra tíma á morgun en við getum þó huggað okkur við það að eftir það verður hver dagurinn lengri en sá sem kom á undan.