Í nýlegri aðsendri grein á Vísi gerði ég að umtalsefni það sem ég tel vera landlægur ósiður, og felst í því að réttlæta aðgerðaleysi í loftslagsmálum með því að vísa í landfræðilega „sérstöðu“ Íslands. En stundum er líka vísað í annars konar „sérstöðu“: þingkona og fyrrverandi orkumálastjóri hélt því nýlega fram að „við á Íslandi“ værum komin „miklu lengra“ en aðrar þjóðir á sviði orkuskipta. Að reyna að draga úr olíunotkun á Íslandi væri „eins og að kreista safa úr rúsínu,“ sagði þingkonan.