Aðsóknin eykst ár frá ári

Aðsókn í verslunarmiðstöðina Kringluna eykst ár frá ári að sögn nýráðins markaðsstjóra, Unnar Maríu Pálmadóttur. Þá segir hún að netverslun á kringlan.is sé einnig í sókn en hægt er að safna vörum frá ólíkum verslunum í sömu körfu, ganga frá og fá heimsent með einum smelli.