„Við fyrstu sýn þá lítur þetta bara vel út. Ég er bara mjög ánægð með þetta útspil Loga Más,“ segir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, í samtali við mbl.is um aðgerðaáætlun Loga Más Einarssonar menningarmálaráðherra í málefnum fjölmiðla.