„Logi er þekktur fyrir að vera skapandi í hausnum“

María Rut Kristinsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir að aðgerðaáætlun Loga Más Einarssonar í málefnum fjölmiðla marki mikilvæg og markviss skref í átt að því að tryggja fjölmiðlafrelsi og styrkja stoðir einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Í draumaheimi Maríu þyrftu einkareknir fjölmiðlar ekki ríkisstyrki, en það er þó ekki raunveruleikinn að hennar mati.