Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin

Eftir sigur Arsenal á Everton, 0-1, í gær er ljóst að Skytturnar verða á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um jólin. Þetta er í fimmta sinn sem það gerist en í fyrstu fjögur skiptin varð liðið ekki efst þegar tímabilinu lauk.