Lenti í árekstri undir áhrifum fíkniefna

Lögregla var kölluð á vettvang í dag eftir að tvær bifreiðar skullu saman en áreksturinn olli bæði eignatjóni og slysi á fólki. Annar ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna og var því handtekinn og vistaður í fangaklefa en hann var jafnframt með fíkniefni í fórum sínum.