Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk
Tveggja ára drengur er látinn eftir fall úr fjölbýlishúsi í íbúðahverfinu Høje Gladsaxe á höfuðborgarsvæði Kaupmannahafnar í Danmörku í dag. Málið er rannsakað sem manndráp, að sögn lögreglu.