„Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður verður að halda ró sinni þegar farið er í verkefnin. Öllu skiptir að vera yfirvegaður í þeirri óreiðu sem alltaf er í upphafi aðgerða í alvarlegu slysi eða brennandi húsi þar sem eldur logar stafna á milli,“ segir Birgir Finnsson, settur slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.