Rakst alls staðar á veggi í kerfinu

„Ég fékk loksins greiningu eftir tíu ára baráttu þegar ég komst til endómetríósusérfræðings og var sagt að ég þyrfti að fara í aðgerð,“ segir Linda Hrönn Björgvinsdóttir, sem hefur barist fyrir að eiga eðlilegt líf án verkja og farið til hvers læknisins á fætur öðrum án þess að fá lausn sinna mála fyrr en tíu árum eftir að vegferð hennar innan heilbrigðiskerfisins hófst.