Í bann fyrir að kasta flösku í barn

Georgetown-háskólinn hefur sett körfuboltaþjálfarann Ed Cooley í eins leiks bann eftir að hann kastaði vatnsflösku í barn á áhorfendapöllunum í reiðskasti í leik. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skólanum á sunnudag.