Þegar greint er frá mótmælum bænda í Brussel beina fjölmiðlar jafnan athyglinni að yfirborðinu: táragasi, kartöflukasti og brennandi dekkjum. Slíkar myndir selja fréttir, en segja lítið um kjarna málsins. Raunveruleg skilaboð mótmælanna eru margfalt dýpri – og snúast ekki um einstaka ákvörðun, heldur um kerfi sem hefur misst tengsl við þá sem bera það uppi.