Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífur­lega dýr­mætt fyrir KR“

Þau stóru tíðindi bárust úr her­búðum KR í gær að þaul­reyndi at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn Arnór Ingvi Trausta­son væri orðinn leik­maður liðsins. Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari KR, gleðst yfir því að fá svo stóran prófíl inn í leik­manna­hóp sinn. Arnór muni koma með gæði að borðinu innan vallar hjá KR en Óskar er ekki síður spenntur fyrir því sem hann getur gert fyrir félagið utan vallar.