Þau stóru tíðindi bárust úr herbúðum KR í gær að þaulreyndi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason væri orðinn leikmaður liðsins. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gleðst yfir því að fá svo stóran prófíl inn í leikmannahóp sinn. Arnór muni koma með gæði að borðinu innan vallar hjá KR en Óskar er ekki síður spenntur fyrir því sem hann getur gert fyrir félagið utan vallar.