Hefur misst vini og kunningja fyrir skoðanir sínar

Hlédís Maren Guðmundsdóttir félagsfræðingur segir mikla vanmáttarkennd og ójafnvægi hafa einkennt mikið af vinstra fólki á undanförnum árum. Hún segist ánægð með að hafa haft hugrekki til að skipta um skoðanir í lífinu og að það trufli hana ekki þó að hún hafi misst vini og kunningja eftir að hún fór að tjá skoðanir sínar opinberlega á undanförnum mánuðum.