Verðbólgan tekur stökk upp á við

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,15% á milli nóvembers og desembers. Hún stendur í 665,8 stigum. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 531,0 stig og hækkar um 1,45% frá fyrri mánuði. Ársverðbólga mælist því 4,5%. Það er 0,8 prósentustiga hækkun á milli mánaða. „Flestum tilboðsdögum er nú lokið og því var hækkun í ýmsum flokkum sem lækkuðu í nóvember, m.a. fötum og skóm sem hækkuðu um 3,6% (áhrif á vísitöluna 0,13%). Hitaveita hækkaði um 9,2% (0,18%) og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 28,8% (0,53%),“ segir í tilkynningu Hagstofunnar .