Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að kveða niður verðbólgudrauginn og mun aðeins ýta undir aukna verðbólgu með hærri sköttum og útgjaldaþenslu á nýju ári. Verðbólga mælist það há að forsendur kjarasamninganna gætu verið brostnar þegar kemur að endurskoðun seinni hluta næsta árs.