„Ég næ alveg sérstaklega mikilli ferð — þetta er leyndarmál,“ sagði hinn 78 ára gamli sundkappi Kári Böðvarsson í Morgunútvarpinu á Rás 2. Kári vígði um helgina nýja rennibraut í sundlauginni í Þorlákshöfn með miklum tilþrifum. Hann gaf yngri sundköppum ekkert eftir og þaut niður á mikilli ferð. „Það lá við að ég færi yfir sundlaugina!“ Hlustaðu á viðtalið við Kára í spilaranum hér fyrir ofan. Rennibrautin spilar stórt hlutverk í sundlaugarferðum Kára, hvort sem hann er á Íslandi eða á Tenerife. „Þar sem ég fer í sundlaug, þar fer ég í rennibrautina,“ sagði hann og játaði að rennibrautaferðirnar viðhaldi hreinlega æskuljómanum. „Það er ekki flókið!“ Morgunútvarpið er á Rás 2 alla virka morgna milli klukkan 7 og 9.