Jóhannes Kr. Kristjánsson fjölmiðlamaður segir að það nísti hjarta hans að sjá fréttir um hve mörg ungmenni deyi á ári hverju vegna ofneyslu. Sigrún Mjöll dóttir hans lést af slíkum völdum fyrir rúmum fimmtán árum. Jóhannes safnar minningum um dóttur sína fyrir hlaðvarpsþátt sem hann vinnur að.