Hjónin Lars Nuka Lund og Tupaarnaq Motzfeldt fluttu með börnin sín þrjú í Þistilfjörð frá Qaqortoq á Suður-Grænlandi. Hjónin ólust bæði upp í sveit og áttu sér alltaf þann draum að verða bændu en það var ekki hlaupið að því að gerast sauðfjárbændur á Grænlandi svo þegar tækifærið gafst í Þistilfirði í lok júlí 2023, stukku þau á það. Þau hafa komið sér vel fyrir og líður vel hér. Þau segja að aðalmunurinn á Íslandi og Grænlandi sé veðrið. Það sé líka mun einfaldara að koma sér á milli staða. Á Grænlandi hafi þau farið á milli bæja með bátum og þyrlum en hér dugir bíllinn. Krakkarnir eru líka mjög ánægðir á Íslandi, aðallega af því að hér eru sundlaugar, annað en í gamla heimabænum á Grænlandi.