Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var send til að kanna neyðarmerki sem áhöfn flugvélar taldi sig hafa séð um 140 sjómílum suðvestan af Reykjanesi. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Tilkynning um neyðarmerkið barst Landhelgisgæslunni á níunda tímanum í dag. Hún kom frá áhöfn flugvélar sem var á flugi í talsverðri hæð þegar hún taldi sig sjá neyðarljós. Ásgeir segir að ekkert skip eða flugvél hafi verið skráð saknað á þessum slóðum í kerfum gæslunnar. TF-SIF var því kölluð út til eftirgrennslanar. Ásgeir segir að venjulega séu fjórir í áhöfn flugvélarinnar, tveir flugmenn og tveir stýrimenn sem fylgjast með tækjabúnaði, þar á meðal tækjabúnaði. Tveir björgunarsveitarmenn frá flugbjörgunarsveitinni voru með í för. Með þeim fást fleiri augu um borð til að skima hafflötinn, að sögn Ásgeirs.