Tónlistarhátíðin við Djúpið: Ísfirðingarnir Þórunn og Pétur á næstu hátíð

Söngvararnir, leikararnir og Ísfirðingarnir Pétur Ernir Svavarsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir snúa heim og bjóða upp á leikhústónlistarveislu á hátíðinni 18. júní á næsta ári. Á efnisskrá tónleikanna í Hömrum kl. 20 verður tónlist samin fyrir leiksvið eftir tónskáld úr Ísafjarðardjúpi; Ísfirðingana Jón Ásgeirsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Jónas Tómasson, Hnífsdælinginn Braga Valdimar Skúlason og […]