Morgunblaðið og Sýn fá yfir 100 milljónir frá ríkinu

Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur, og Sýn, sem heldur úti samnefndri sjónvarpsstöð sem og Vísi, Bylgjunni og fleiri útvarpsstöðvum, fá hæstu ríkisstyrkina sem veittir eru í ár til einkarekinna fjölmiðla. 30 fjölmiðlar sóttu um en 28 fengu styrk. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Sameinaða útgáfufélagið, sem gefur út Heimildina, Vísbendingu og Mannlíf, hlaut þriðja hæsta styrkinn, upp á tæpar...