Fanil Sarvarov, hátt settur hershöfðingi í rússneska hernum, lést í morgun eftir að sprengja sprakk undir bíl hans í suðurhluta Moskvu. AP-fréttaveitan greinir frá þessu, en Fanil var yfirmaður deildar hernaðaraðgerða og þjálfunar hjá hernum. Svetlana Petrenko, opinber talsmaður rússneska hersins, staðfesti dauðsfallið í morgun. Petrenko segir að verið sé að skoða hugsanlegan þátt Úkraínumanna Lesa meira