Ásgeir Elvar Garðarsson er viðskiptafræðingur að mennt.Facebook / Aðsent Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Geysis, býður sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Það verður haldið 31. janúar. Í tilkynningu á Facebook-vegg Ásgeirs segir að nýja nálgun þurfi í rekstri bæjarins. „Reykjanesbæ þarf að reka meira eins og skilvirkt fyrirtæki og minna eins og opinbera, hægfara stofnun. Það er ekki nóg að reksturinn líti vel út á blaði þegar bæjarbúar upplifa algjöra andstæðu á eigin skinni,“ skrifar Ásgeir.