Flugvél Gæslunnar kölluð út vegna neyðarmerkis

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, var kölluð út í morgun eftir að Gæslunni barst tilkynning um neyðarmerki sem að áhöfn flugvélar taldi sig hafa séð suðvestur af Reykjanesi. Aðgerðin stendur enn yfir en flugvél danska sjóhersins tekur sömuleiðis þátt í henni.