„Ég vissi að þetta yrði stór áskorun og fólk lét mig alveg vita af því,“ sagði Árdís Ilmur í Morgunútvarpinu á Rás 2. Jóladagatal Árdísar var bæði óhefðbundið og krefjandi en það snerist um að hlaupa á hverjum degi. Fyrsta desember hljóp hún einn kílómetra, annan desember tvo og svo koll af kolli. Hlustaðu á viðtalið við Árdísi í spilaranum hér fyrir ofan. „Þetta hefur gengið rosalega vel og verið mjög skemmtilegt,“ sagði Árdís sem hafði hlaupið 156 kílómetra fyrstu 17 daga mánaðarins. Þá fór líkaminn aðeins að minna á sig en bróðir hennar hljóp undir bagga og fór líka að hlaupa. Árdís Ilmur hefur að eigin sögn fengið mismunandi viðtöl við framtakinu, bæði jákvæð og neikvæð, og fór yfir þau í viðtalinu í Morgunútvarpinu. Morgunútvarpið er á Rás 2 alla virka morgna milli klukkan 7 og 9.