„Verðbólgumæling ekki jafnslæm og hún virðist“

Verðbólgumælingin sem birt var í dag er ekki jafn slæm og hún virtist í fyrstu, að mati Landsbankans . Ársverðbólga jókst um 0,8 prósentustig á milli mánaða og mælist 4,5%. Að mati Landsbankans skýrist verðbólguhækkun af afmörkuðum, sveiflukenndum liðum. Stærstur hluti hækkunar verðbólgu skýrist af hækkandi flugfargjöldum, þau séu sveiflukenndasti liðurinn, en einnig af gjaldskrárhækkunum á hitaveitu. Ekki sé að greina merki um að undirliggjandi verðbólguþrýstingur hafi aukist að ráði. Samanburður á verðbólguspá bankans áður en verðbólga hjaðnaði í nóvember og nýrri spá eftir hækkunina megi sjá að verðbólguhorfur hafi heldur skánað. Matarkarfan lækkaði milli mánaða.RÚV / Ragnar Visage