Lands­bankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum

Hæstiréttur hefur sýknað Landsbankann af öllum kröfum í tveimur málum sem neytendur höfðuðu á hendur bankanum. Skilmálar í lánasamningum bankans voru dæmdir ólögmætir en Hæstiréttur taldi neytendur ekki hafa orðið fyrir tjóni. „Í fljótu bragði er ég ósammála þessu,“ segir formaður Neytendasamtakanna.