Hæstiréttur hefur sýknað Landsbankann í tveimur málum Neytendasamtakanna á hendur bankanum. Dómur féll klukkan 14:00 í dag og staðfesti Hæstirettur niðurstöður Landsréttar og Héraðsdóms. Annað þeirra lýtur að verðtryggðu skuldabréfaláni, þar var bankinn sakfelldur í héraði en sýknaður í Landsrétti. Hitt málið snýst um óverðtryggt fasteignalán. Bankinn var sýknaður í héraði en málið fór beint til Hæstaréttar. Neytendasamtökin hafa rekið fimm dómsmál gegn viðskiptabönkunum vegna vaxtaskilmála. Dómur féll í máli gegn Íslandsbanka í október þar sem Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að vaxtaskilmálar bankans vegna óverðtryggðra fasteignalána væru ekki í samræmi við lög. Það hafði víðtæk áhrif á lánaframboð. Fyrr í þessum mánuði sýknaði rétturinn Arion banka vegna vaxtaskilmála verðtryggðra fasteignalána.