Vildi tapa legg: „Mesti há­vaði sem ég hef heyrt“

Það var falleg stund á HM í pílukasti þegar 71 árs gamla goðsögnin Paul Lim, vægast sagt dyggilega studdur af áhorfendum, náði að vinna einn legg á móti Luke Humphries sem gat ekki annað en brosað. Humphries sagðist hreinlega hafa viljað tapa leggnum.