Virðist ekki vera hægt á Ís­landi

„Ég er hundfúll af því að maður bíður og vonar eftir því að verðbólgan sigi hér niður og við förum að búa við hér eðlilegt vaxtaumhverfi. En það virðist bara vera eins og sá draumur sé svo fjarlægur að þetta virðist ekki vera hægt hér á landi. Einfaldlega vegna þess að græðgisvæðingin út um allt samfélagið er svo taumlaus að það eru ekki allir aðilar tilbúnir til þess að róa í sömu átt.“