Skíðavertíðin er hafin fyrir norðan. Stemningin hjá skíðafólki var góð þegar Kastljós tók púlsinn í Hlíðarfjalli. Á meðan fólk skíðar situr jólaundirbúningurinn á hakanum hjá sumum en aðrir hafa lokið við allan undirbúning fyrir hátíðarnar. Fólk hvaðanæva að gerði sér ferð til höfuðstaðar Norðurlands til að komast á skíði. „Við keyrðum frá Reykjavík í gær af því það var búið að opna fjallið hérna,“ segir Ásta Guðrún Jóhannsdóttir. Sabine Engel segist hafa dreymt um ferð til Íslands árum saman. „Við verðum hérna þangað til að við erum neydd til að fara heim,“ segir Reykvíkingurinn Jón Friðrik Johannssen Gunnlaugsson. Það er misjafnt hvað heillar við skíðin. Guðrún Gná Nielsen er hrifin af kuldanum. „Og mér finnst gaman að fara í lyfturnar og mér finnst gaman að detta.“