Mannvirki gætu skemmst í veðrinu á aðfangadag

Spáð er hvassviðri á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra fyrri hluta aðfangadags. Búast má við stormi eða roki á þessum slóðum þar sem vindhviður geta farið yfir 40 m/s.