Tilkynnt um líkamsárás á ungan dreng

Samkvæmt tilkynningu réðust menn að drengnum þegar hann var á leið heim til sín.RÚV / Ragnar Visage Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um líkamsárás í gærkvöld. Samkvæmt tilkynningunni höfðu menn ráðist að ungum dreng sem var á leið heim til sín. Samkvæmt lögreglupósti er málið nú í rannsókn. Lögreglunni barst jafnframt neyðarboð frá strætisvagni vegna farþega sem var með uppsteyt. Þegar lögreglan kom á vettvang neitaði maðurinn að segja til nafns en annað hljóð kom í hann þegar farið var með hann á lögreglustöð. Hann var látinn laus eftir samtal.