Hver verður íþróttamaður ársins 2025?

Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) hafa staðið að valinu á íþróttamanni ársins frá árinu 1956 og þetta er því í 60. sinn sem SÍ velja íþróttamann ársins. Í ár voru 30 félagar í samtökunum frá átta fjölmiðlum sem greiddu atkvæði. Hver félagi raðar tíu nöfnum á blað og fær efsti íþróttamaðurinn 20 stig, annað sætið gefur 15 stig, þriðja sætið 10 stig, fjórða sætið sjö stig, fimmta sætið sex stig og svo koll af kolli niður í 10. sætið sem gefur eitt stig. Atkvæðin hafa þegar verið talin saman, en úrslitin verða ekki kunngjörð fyrr en 3. janúar í beinni sjónvarpsútsendingu frá Hörpu. Þau tíu sem fengu flest atkvæði í kjörinu koma úr sjö mismunandi íþróttagreinum og á topp 10 listanum í ár eru sex karlar og fjórar konur. Þau eru í stafrófsröð: Þrjú koma til greina sem lið ársins SÍ hafa einnig valið lið ársins og þjálfara ársins frá árinu 2012. Frá árinu 2013 hefur hver félagi sett þrjú lið á atkvæðaseðil sin og raðað frá einum og upp í þrjá. Efsta sætið gefur fimm stig, annað sætið þrjú stig og þriðja sætið eitt stig. Liðin sem höfnuðu í þremur efstu sætum kjörsins eru þessi í stafrófsröð: Hver verður þjálfari ársins? SÍ hefur einnig kosið þjálfara ársins frá árinu 2012 og er sama fyrirkomulag í því kjöri og á liði ársins. Aðeins má þó kjósa íslenska ríkisborgara samkvæmt reglum kjörsins. Tilkynnt verður um hver hlaut flest atkvæði í kosningunni á þjálfara ársins hinn 3. janúar í Hörpu rétt eins og verður með íþróttamann ársins og lið ársins. Þjálfararnir sem enduðu í þremur efstu sætunum eru þessir í stafrófsröð: Úrslitunum verður lýst í beinni útsendingu RÚV frá Hörpu laugardagskvöldið 3. janúar og hefst útsending klukkan 19:40. Allar upplýsingar um fyrri kjör Samtaka íþróttafréttamanna má finna á vefsíðu samtakanna . Þar má finna yfirlit um alla verðlaunahafa frá upphafi og alla sem hafa endað í tíu efstu sætunum í kjöri íþróttamanns ársins frá því kjörið hóf göngu sína árið 1956.