Linda Dröfn Gunnardóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir mikilvægt að fólk hafi einhverjar aðrar leiðir en að hringja bara í 112 til að tilkynna grun um ofbeldi í nánum samböndum. Hún kallar eftir því að þróað verði áhættumat sem nýtist fólki í framlínu til að meta hvort að rjúfa eigi þagnarskyldu og bregðast við því þegar fagaðilar telja þá líf einstaklings í hættu vegna heimilisofbeldis.